By Gunnar H. Kristjánsson January 18, 2017
Brunahönnun vinnur nú að áhugaverðu verkefni sem er áhættugreining m.t.t.  
elds fyrir ofan bræðsluofnana hjá Elkem á Grundartanga.  

Um er að ræða flókið og margsnúið ferli og því er mikilvægt að afla 
upplýsinga frá reynsluboltunum úr framleiðslunni og tæknimönnunum verksmiðjunnar ásamt 
því að greina atvikasögu aftur í tímann.  

Í þessu verkefni kemur sér vel að hafa tekið saman brunaskýrslu fyrir ofnhúsið í heild
sinni og fengið þar með gott yfirlit yfir allar helstu brunaáhættur í þessu flókna verksmiðjuhúsi.
Comments

No comments found.