19. Jun. 2017

Einar I Ólafsson verkfræðingur (MSc) hefur verið ráðinn til Brunahönnunar slf.

By Gunnar H. Kristjánsson |   0 comments

Einar I Ólafsson verkfræðingur (MSc) hefur verið ráðinn til Brunahönnunar slf. Hann er nýútskrifaður með meistaragráðu í verkfræði frá HR í Reykjavík og las brunakúrsa bæði í HÍ og HR. Einar hefur margþætta praktíska reynslu úr byggingageiranum sem húsasmiður sem og við stjórnun, þróun og gæðamál og smellpassar því inn í áherslur Brunahönnunar slf á […]

20. Jan. 2017

Verkefnum fer fjölgandi. Nýskráð verkefni hjá Brunahönnun árið 2016 voru 153 talsins samanborið við 112 verkefni árið 2015.

By Gunnar H. Kristjánsson |   0 comments

Verkefnum fer fjölgandi. Nýskráð verkefni hjá Brunahönnun árið 2016 voru 153 talsins samanborið við 112 verkefni árið 2015. Nýskráð verkefni 18. janúar 2017 voru 11 talsins þannig að við horfum að sjálsögðu bjartsýn fram á veginn enda er ekkert eins gaman og að þjóna skemmtilegum og gefandi viðskiptavinum og hafa alla glaða.

20. Jan. 2017

Brunahönnun hefur nýlokið við brunahönnun fyrir stækkun hjúkrunarheimilisins Sólvang í Hafnarfirði.

By Gunnar H. Kristjánsson |   0 comments

Brunahönnun hefur nýlokið við brunahönnun fyrir stækkun hjúkrunarheimilisins Sólvang í Hafnarfirði. Um er að ræða um 3800 m2 stækkun við núverandi hjúkrunarheimili sem verður á þremur hæðum. Aðalhönnuðir voru Úti og Inni arkitektar og verkfræðihönnuðir VSÓ Ráðgjöf.

18. Jan. 2017

Brunahönnun vinnur nú að áhugaverðu verkefni sem er áhættugreining m.t.t. elds fyrir ofan bræðsluofnana hjá Elkem á Grundartanga.

By Gunnar H. Kristjánsson |   0 comments

Brunahönnun vinnur nú að áhugaverðu verkefni sem er áhættugreining m.t.t. elds fyrir ofan bræðsluofnana hjá Elkem á Grundartanga. Um er að ræða flókið og margsnúið ferli og því er mikilvægt að afla upplýsinga frá reynsluboltunum úr framleiðslunni og tæknimönnunum verksmiðjunnar ásamt því að greina atvikasögu aftur í tímann. Í þessu verkefni kemur sér vel að hafa […]

18. Jan. 2017

Brunahönnun hefur unnið sem brunaráðgjafi fyrir RUV reitinn en verið er að hanna íbúðarhverfi á reitnum.

By Gunnar H. Kristjánsson |   0 comments

Brunahönnun hefur unnið sem brunaráðgjafi fyrir RUV reitinn en verið er að hanna íbúðarhverfi á reitnum. Nokkrir arkitektar koma að hönnun reitsins en það eru m.a. T.ark, Arkþing og Hornsteinar. Myndin hér er af húsunum frá T.ark við Bústaðarveginn. Verkfræðiráðgjafi er VSB verkfræðistofa. Skuggi ehf er verkkaupi. Það er gaman að koma að svona uppbyggingarverkefnum […]

07. Apr. 2016

Brunahönnun slf sér um brunavarnaráðgjöf fyrir stórt flugskýli á Keflavíkurflugvelli fyrir Icelandair ásamt tengdum rýmum sem tengist núverandi flugskýli.

By Gunnar H. Kristjánsson |   0 comments

Brunahönnun slf sér um brunavarnaráðgjöf fyrir stórt flugskýli á Keflavíkurflugvelli fyrir Icelandair ásamt tengdum rýmum sem tengist núverandi flugskýli. Þetta er sérstaklega áhugavert verkefni þar sem mikil þróun er í brunatæknilegum lausnum slíkra skýla erlendis, hvort heldur litið er til Evrópu, Ástralíu eða Bandaríkjanna.

22. Oct. 2015

Brunahönnun slf hefur nýlokið við að gera brunahönnun fyrir MR þorpið og hefur það verið samþykkt í byggingarnefnd.

By Gunnar H. Kristjánsson |   0 comments

Brunahönnun slf hefur nýlokið við að gera brunahönnun fyrir MR þorpið og hefur það verið samþykkt í byggingarnefnd. Þetta verður nú aldeilis breyting fyrir framtíðarnemendur MR ef af verður sem við vonum að sjálfsögðu að verði.